Það var markasúpa á Torfnesvellinum í gær þegar Afturelding úr Mosfellsbæ lék við heimamenn í Vestra. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill og þegar blásið var til leikhlés var staðan 0-0. Í seinni hálfleik brustu allar flóðgáttir og skildu liðin að lokum jöfn, 3-3.
Til gamans má geta að þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma var Þórði Hafþórssyni skipt inn á í lið Vestra. Þórður er einungis 15 ára gamall og var að spila sínar fyrstu mínútur í meistaraflokki.
Deila