Fréttir

Sigrún Gunndís Harðardóttir efnilegasti íþróttamaður BÍ árið 2013

Knattspyrna | 06.01.2014
Sigrún Gunndís Harðardóttir leikmaður kvennaliðs BÍ/Bolungarvíkur hefur verið valin efnilegasti íþróttamaður BÍ árið 2013. Sigrún Gunndís hefur æft knattspyrnu í 10 ár og ávallt leikið með BÍ/Bolungarvík. Sigrún Gunndís var mikilvægur hlekkur í kvennaliði BÍ/Bolungarvíkur keppnistímabilið 2013. Sigrún Gunndís spilaði alla 16 leiki liðsins í 1.deild. Sigrún Gunndís spilaði alla fjóra leiki BÍ/Bolungarvíkur í Lengjubikarnum og skoraði 1 mark. Sigrún Gunndís var valin til æfinga með U-17 og U-19 landsliðum kvenna á árinu 2013. Hún spilaði vináttulandsleik með U-17 landsliðinu gegn Dönum 27.janúar 2013.
Sigrún Gunndís er heilbrigður og metnaðarfullur íþróttamaður, sem stundar íþrótt sína af miklu kappi. Sigrún Gunndís er góð fyrirmynd yngri íþróttamanna.
Deila