Fréttir

Sigur gegn Hamri

Knattspyrna | 06.02.2011 BÍ/Bolungarvík sigraði í gær Hamar frá Hveragerði 2-1 í æfingarleik á Akranesi. Í liðið vantaði Goran, Óttar, Jónmund og Matta. Með liðinu spilaði Dani sem heitir Nicolai og spilar með Vejle í Danmörku.

Byrjunarliðið var þannig skipað:
Þórður - Sigurgeir, Atli, Nicolai, Sigþór - Ásgeir, Gunnar, Birkir, Sölvi, Alexander - Andri
Á varamannabekknum voru Nikulás og Haffi

Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn og Hamarsliðið var mjög sprækt. Við áttum nokkrar ágætar sóknir og hefðum getað leitt í hálfleik en 0-0 var samt sem áður sanngjarnt. Birkir kom útaf í hálfleik og Nicolai var færður upp á miðjuna. Strax í seinni hálfleik komst Hamar í 1-0, þeir áttu þá langskot í slá og út í teig þar sem sóknarmaður þeirra var fyrstur að átta sig og kom boltanum í netið. Ennþá var mikið jafnræði með liðunum en þegar um 20. mínútur voru eftir þá skildu leiðir og okkar menn tóku öll völd á vellinum. Andri jafnaði leikinn eftir hornspyrnu, hann var fyrstur að átta sig þegar boltinn datt niður í teignum. Stuttu seinna kom hann okkur í 2-1 úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á honum innan teigs. Í kjölfarið flautaði dómarinn til leiksloka, 2-1 sigur staðreynd. Deila