Fréttir

Sigur hjá stelpunum

Knattspyrna | 10.06.2014

Rannveig Hjaltadóttir skoraði sigurmark meistaraflokks kvenna hjá BÍ/Bolungarvík gegn Víkingi Ólafsvík í 1. deild kvenna í gær en leikurinn fór fram á Skeiðsvelli í Bolungarvík. Fyrstu þrjú stigin eru því komin í hús og er stelpurnar í 8. sæti deildarinnar. Fleiri mörk voru ekki skorið í leiknum á Skeiðsvelli en þar var fjöldi manns sem hvöttu stelpurnar áfram.

Rannveig braut því markamúr sumarsins og opnaði sinn markareikning. Rannveig segist ekki vera hjátrúafull en hún vissi ekki hvort hún ætti að skrifa markaleysið hjá sér, sem er búið að standa yfir síðan 2011, á það þegar hún braut spegil - hún þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af því lengur.

Deila