Fréttir

Sigurgeir Sveinn valinn bestur

Knattspyrna | 20.09.2010 Sigurgeir Sveinn Gíslason var valinn besti leikmaður BÍ/Bolungarvíkur á lokahófi félagsins. Auk hans fékk Andri Rúnar Bjarnason verðlaun fyrir að vera mikilvægasti leikmaðurinn og einnig markahæstur. Emil Pálsson var valinn efnilegastur annað árið í röð. Um 90 manns sóttu lokahófið sem var hið glæsilegasta og einnig veislustjóri kvöldsins, Kristján Jónsson, sem fór hamförum í veislustjórnun. Ýmsar minni viðurkenningar voru gefnar af leikmönnum tengdum skemmtilegum atvikum sumarsins ásamt því að bæjarstjórn Ísafjarðabæjar afhenti liðinu 100. þúsund króna ávísun vegna árangursins í sumar.

Þá er tímabilið 2010 lokið, leikmenn taka sér örstutta pásu áður en þeir fara að hefja undirbúningstímabilið fyrir 1. deild. Bibol.is mun áfram starfa í vetur og fylgjast með leikmönnum liðsins við æfingar. Búast má við fleiri óvenjulegum og skemmtilegum fótboltafréttum í vetur á meðan beðið er eftir næsta sumri. Ætlunin er að fjölga fréttum, auka gæði fréttanna og bæta mögulega við starfsmanni. Á meðal verkefna í vetur er að skoða þann möguleika að senda beint frá útileikjum liðsins á netinu næsta sumar. Deila