Knattspyrna | 15.11.2012
Sigurgeir Sveinn Gíslason og Alexander Veigar Þórarinsson hafa báðir framlengt samninga sína við félagið. Núverandi samningur gildir næstu tvö árin, eða fram á haust 2014.
Alexander Veigar er 24 ára Grindvíkingur. Hann er miðju- og sóknarmaður sem kom til liðsins sumarið 2011 frá Fram. Hann hefur leikið 37 leiki fyrir félagið ásamt því að skora 8 mörk, þar af fimm í einum og sama leiknum gegn ÍR í sumar.
Sigurgeir Sveinn er 25 ára Ísfirðingur sem hefur leikið allan sinn feril með BÍ og BÍ/Bolungarvík. Hann er varnarmaður og á að baki 168 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 27 mörk. Sigurgeir lék sem framherji með BÍ og BÍ/Bolungarvík í 3.deildinni. Hann færði sig síðan í vörnina og eftir það hefur leiðin legið upp á við hjá félaginu.
Stjórn félagsins er mjög ánægð með að leikmennirnir hafi valið að framlengja við félagið og óskar þeim áframhaldandi velgengni með liðinu.
Deila