Fréttir

Sigurvegarar í getraunaleik Vestra

Knattspyrna | 16.05.2018
Sigurvegarar leiksins
Sigurvegarar leiksins

Í vetur stóð yfir getraunastarf Vestra á laugardögum.

Hittust menn og konur í skúrnum við Húsið og tókust á um hvert þeirra væri getspakast í leikjum dagsins.

Þetta voru í heildina 27 umferðir, 12 fyrir jól og 15 eftir.

Leikurinn virkar þannig að verðlaun eru veitt fyrir 1.-3. sæti í leiknum fyrir jól og svo það sama eftir jól, aðalvinningurinn er svo sameiginlegt stigaskor úr báðum leikjunum.

Það var hörð keppni í ár, en á endanum voru það þeir sömu sem tóku topp þrjú sætin.

Guðmundur og Frank enduðu í 1. sæti bæði fyrir jóla og eftir og unnu því 100.000 krónur gjafabréf frá Vita ferðum. Ásamt því að fá fjögur 20.000 króna gjafabréf frá Flugfélagi Íslands.

Krissi endaði í 2. sæti og Fjarðarnets hópurinn (ásamt vinum) tók 3. sætið.

Óskum við þeim öllum til hamingju og hlökkum til að byrja leikinn aftur eftir sumarfrí.

Við viljum svo enda á að þakka Dóra Eró og Sigurlaugu á Húsinu kærlega fyrir, en þau hafa haft opið fyrir okkur á laugardögum í tvo vetra núna og gætum við ekki verið þakklátari að þau eftirláti okkur Skúrinn undir leikinn.

Deila