Fréttir

Símamótið

Knattspyrna | 17.07.2017

Um helgina voru stelpurnar okkar í 7. fl, 6.fl og 5.fl á fullu á Símamótinu í Kópavogi. Þetta er ómissandi mót fyrir stelpurnar og vilja þær sem hafa farið áður alls ekki missa af þessu.  5.fl og 6.fl gistu saman í Smáraskóla en 7.fl var á vegum foreldra. Símamótið er eitt stærsta knattspyrnumót á Íslandi og er alveg frábært mót og vel skipulagt í alla staði.  Margar stelpur hjá okkur voru að fara á sitt fyrsta mót bæði í 7.fl og í 6.fl og fengu þær mikla reynslu út þessu móti.  Stelpurnar stóðu sig alveg frábærlega og uxu með hverju leik.  5.fl stelpurnar unnu 5 leiki af 8 og gerðu eitt jafntefli og voru mjög óheppnar að komast ekki í úrslitaleik.  6.flokkur fór með 2 lið og komst annað liðið í undanúrslit í sinni keppni.  Í 7.flokki voru stelpurnar að fara á sitt fyrsta mót og voru hikandi í fyrstu leikjunum en uxu alveg gríðarlega og fögnuðu góðum sigrum.  Helgin var alveg frábær í alla staði og stóðu stelpurnar, fararstjórnar og foreldrar sig frábærlega í samstilltri og vel skipulagðri ferð 

 
Deila