Fréttir

Smábæjarleikar 2012

Knattspyrna | 05.06.2012 Smábæjarleikarnir 2012 á Blönduósi fara fram helgina 23.-24.júní og mun BÍ vera með lið í 7.flokki blandað, 6.flokki kk og 5.flokki kk. Eins og undanfarin ár eru keppendur í fylgd með foreldrum/forráðamönnum og koma sér sjálfir á keppnisstað, og hafa keppendur gist í tjöldum, en félaginu verður útvegað stóru tjaldsvæði. Þátttökugjald á mótinu er 9.500kr og innifalið í því er morgunverður lau og sun, hádegismatur lau og sun, kvöldverður lau, auk sundferðar.

Gagnlegar upplýsingar um mótsstað:   http://www.hvotfc.is/index.php?pid=190 

Skráningarfrestur iðkenda á mótið er til 12.júní og tilkynnist á netfangið: nonnipje@simnet.is 
Deila