Vestri og Sólon Breki Leifsson hafa komist að samkomulagi um að Sólon spili fyrir Vestra á næsta tímabili.
Sólon kemur til okkar frá Breiðablik þar sem hann tók þátt í 11 leikjum í Pepsi deildinni í fyrra og 1 bikarleik.
Við erum ekki öllu óvön Sólon hérna fyrir Vestan, en hann spilaði við góðan orðstír með okkur sumarið 2016, en það sumar tók hann þátt í 11 leikjum og skoraði í þeim 8 mörk.
Við bjóðum Sólon velkominn í Vestra og hlökkum til að sjá hann spila í treyjunni góðu.
Áfram Vestri !