Fréttir

Sólon Breki gengur í raðir Leiknis R.

Knattspyrna | 09.02.2018

Vestri og Leiknir hafa komist að samkomulagi um að Sólon Breki Leifsson spili með Leikni R. í 1. deildinni í sumar.

Sólon hefur nú þegar skrifað undir hjá Leikni og kemur til með að vera leikmaður þeirra þegar félagsskiptin ganga í gegn.

Sólon Breki er öflugur sóknarmaður sem Vestri hafði bundið mikla von við n.k. sumar og skilur þetta eftir ákveðið skarð í okkar röðum og mun því hefjast leit strax að nýjum sóknarmanni til að fylla það skarð sem Sólon skilur eftir sig.

Vestri óskar Sóloni velfarnaðar hjá Leikni og þykir okkur leitt að sjá hann ekki í okkar fallegu treyju í sumar.

Áfram Vestri !

Deila