Fréttir

Sólsteinar bjóða öllum í grillveislu:)

Knattspyrna | 22.06.2010

Brjánn Guðjónsson framkvæmdarstjóri Sólsteina ætlar að bjóða öllum áhorfendum sem mæta á leik BÍ/Bolungarvíkur og Stjörnunar í Visabikarnum á morgun í grillveislu. Grillað verður frá 18:00-19:00 og hvetjum við því áhorfendur til að mæta snemma á leikinn til að mynda góða stemmningu og þiggja veitingar frá Sólsteinum. Leikurinn sjálfur hefst kl. 19:15 og hvetjum við alla til að mæta á völlinn og styðja strákanna okkar til sigurs! Áfram BÍ/Bolungarvík

Stjórn Bí/Bolungarvíkur vill koma þökkum til Sólsteina fyrir framlagið og öllum þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem hafa staðið þétt við bakið á okkur í sumar.

Deila