Fréttir

Stefán Arnalds ráðinn aðstoðarþjálfari

Knattspyrna | 05.11.2010 Stefán Arnalds hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari BÍ/Bolungarvíkur. Stefán sem er uppalinn í Bolungarvík lék á árum áður bæði með meistaraflokk UMFB og BÍ. Stefán er íþróttakennari að mennt og hefur um árabil verið virkur í þjálfun yngri flokka og meðal annars þjálfað nokkra að núverandi leikmönnum BÍ/Bolungarvík. Stefán er einn af fyrstu íslendingunum sem útskrifuðust með UEFA A þjálfaragráðu sem er hæsta þjálfaragráða sem er í boði á Íslandi.´
 

Aðspurður segir Stefán að ekki hafi verið hægt að segja nei þrátt fyrir að hann hafi ekki tekið að sér þjálfun í nokkur ár. "Tilfinningin segir mér að þetta verkefni eigi eftir að ná góðu flugi og ég vill verða partur af því" .


Gaman er að segja frá því að Stefán er hvað frægastur fyrir að hafa komið Bolvíkingum yfir á móti ÍA, þáverandi Íslandsmeisturum í knattspyrnu, í vígsluleik Skeiðsvallar í Bolungarvík árið 1995. 

Deila