Fréttir

Stelpurnar gera hvatningarmyndband

Knattspyrna | 04.07.2013

Meistaraflokkur kvenna hjá BÍ/Bolungarvík hefur útbúið myndband sem hvetja á fólk til að mæta á leik liðsins á morgun sem fram fer á Skeiðisvelli í Bolungarvík kl. 18, en þá taka stelpurnar á móti liði ÍA. Akranes er í efsta sæti riðilsins með 16 stig á meðan BÍ/Bolungarvík er í 8. sæti með 5 stig svo þær eiga ærið verk fyrir höndum.

Vonandi veita Rauðu reimarnar stelpunum okkar góða lukku en þær hafa leikið með reimarnar í öllum sínum leikjum undanfarna mánuði til styrktar Íþróttafélaginu Ívari. Félagið fær ágóðann af hverju seldu reimapari sem kostar aðeins 1.000 krónur. 

Deila