Knattspyrna | 01.03.2011
Stelpurnar í 4.flokki gerðu góða ferð til Akureyrar helgina 4.-6.febrúar sl. Stelpurnar tóku þá þátt í Goðamóti Þórs og unnu 4 af 6 leikjum sínum á mótinu. Með þessum sigrum urðu þær sigurvegarar í b-úrslitum og þar að auki voru þær valdar prúðasta liðið á mótinu.