Þróttur eða lið Grindavíkur bíður kvennaliðs BÍ/Bolungarvíkur í Borgunarbikarnum í knattspyrnu. Þetta er í fyrsta sinn sem kvennalið BÍ/Bolungarvíkur tekur þátt í bikarkeppni. Dregið var í bikarnum í gær. Þróttur og Grindavík mætast í fyrstu umferð bikarsins 14. maí og sigurvegarinn fær heimaleik á móti BÍ/Bolungarvík þann 27. maí. Þróttararnir féllu úr Pepsi deildinni í fyrra en Grindvíkingar hafa verið andstæðingar BÍ/Bolungarvíkur í 1. deildinni síðustu tvö sumur. Leikið verður til úrslita í bikarnum á Laugardalsvelli 30. ágúst. Lið BÍ/Bolungarvíkur endaði í 9. sæti 1. deild Íslandsmótsins í fyrra.
Deila