Daníel Þór Midgley var á vellinum fyrir fotbolta.net og skrifaði ágæta umfjöllun um leikinn:
Bí/Bolgunarvík 3-0 Höttur:
1-0 Hafþór Agnarsson
2-0 Andri Bjarnason
3-0 Jónmundur Grétarsson
Það var toppslagur á Skeiðisvelli í Bolungarvík þar sem BÍ/Bolungarvík tók á móti Hetti frá Egilstöðum.
Fyrir leikinn voru Bí/Bolungarvík í 2 sæti, 6 stigum á undan Hetti sem voru i 3 sæti. Leikurinn byrjaði fjörlega og strax á 4 mínutu fékk Högni Helgason framherji Hattar fínt færi enn skaut boltanum rétt framhjá marki heimamanna.
Aðeins 2 mínutum síðar fékk Jónmundur Grétarsson framherji BÍ/Bolungarvík aukaspyrnu rétt fyrir utan teig og gult spjald á Anton Ástvaldsson varnarmann gestanna. Andri Rúnar Bjarnason tók spyrnuna sem Bjarni Hólmarsson varði beint úti teig og Hafþór Atli Agnarsson var fyrstur að átta sig og lagði boltann í markið. 1-0 fyrir BÍ/Bolungarvík.
Heimamenn pressuðu hátt og Hattarmönnum gengu illa að halda boltanum og leikur þeirra var meira og minna háar sendingar sem varnarmenn BÍ/Bolungarvík áttu ekki í erfiðleikum með. Höttur átti ágætis kafla i enda fyrri hálfleiks án þess að skapa sér nein alvöru marktækifæri. Þeir fengu þó ágætis færi á 34 mínutu þegar Garðar Grétarsson gaf góða skiptingu yfir á Sigurð Donys á vinstri kantinum, hann lék á varnarmann BÍ/Bolungarvík og gaf frábæra fyrirgjöf á Elvar Þór Ægisson sem hefði átt að gera betur enn skalli hans fór framhjá markinu.
Á 44 mínutu fengu heimamenn gullið tækifæri á að komast í 2-0 en þeir Andri Rúnar Bjarnason og Jónmundur Grétarsson áttu þá laglegan þríhyrning sem varð til þess að Andri Rúnar var kominn einn á móti Bjarna i markinu en skot hans var slakt og beint á Bjarna.
Í byrjun seinni hálfleik fóru menn að hugsa meira um hvað dómarinn var að gera heldur enn að spila fótbolta og það var mun meira um tæklingar og minna um færri. Þegar 11 mínutur voru til lok leiks braut Anton Ástvaldsson af sér og stoppaði skyndisókn heimamanna, ágætur dómari leiksins dró upp gula spjaldið, það annað á Anton Ástvaldsson og hann fór útaf með rautt spjald. Eftir þetta drápu heimamenn leikinn, aðeins 2 minútum eftir rauða spjaldið tvöfölduðu þeir forystu sína. Mistök í vörninni hjá gestunum og laus skalli varnarmanns Hattar fór beint á Andra Rúnar sem lagði boltann vel í fjærhornið.
Heimamenn voru ekki hættir og á 87. Mínutu fékk sprækur Andri Rúnar boltann á vinstri kantinum og lék laglega á varnarmann Hattar og lagði boltann á Jónmund Grétarsson sem hitti boltann skelfilega en nógu vel til þess að boltinn lak hægt og rólega framhjá Bjarna markmanni gestanna. Höttur komst aldrei almennilega i gang í seinni hálfleik eftir góðan kafla i enda fyrri hálfleiks og sanngjörn úrslit á Skeiðisvelli. Með sigrinum tók BÍ/Bolungarvík stórt skref í átt að 1. Deild ásamt Víking Ólafsvík.
Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=96159#ixzz0xNqMJMb3
Deila