Knattspyrna | 23.07.2010
BÍ/Bolungarvík keyrði til Ólafsvíkur þann 15. júlí. Þar mættu þeir efsta liði deildarinnar, Víking frá Ólafsvík sem hafði ekki tapað leik í deild. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli þar sem Víkingur skoraði eftir aukaspyrnu þar sem Edin Besiljia tók fasta aukaspyrnu með jörðinni(mynd nr.2) og á nærstöng þar sem Tomasz Luba kom einn og óvaldaður og renndi boltanum í netið. Áður hafði Dominik Bajda látið sig detta með tilþrifum í teignum en ekkert dæmt. Stuttu eftir það lét Besiljia sig detta í viðskiptum við Dalibor fyrir utan teig og uppskar aukaspyrnuna sem markið kom úr. Undirritaður var óviss hvort um knatspyrnuleik var að ræða eða afhending Grímunar í háksólabíói. Heimamenn voru sterkari og héldu boltanum betur en bæði lið sköpuðu sér nánast engin færi. Rétt fyrir lok hálfleik tók Alfreð Gulla útaf sem átti ekki góðan dag og skellti Pétri Run inn á, þar með færði Sigþór sig niður í bakvörð. 1-0 í hálfleik fyrir Víking.
Í seinni hálfleik var meira jafnræði með liðunum og við áttum fyrsta færi hálfleiksins þegar Milan fékk boltan fyrir utan miðjan vítateiginn. Hann ákvað að renna honum til hliðar á galopinn Gunnar Má sem renndi honum snyrtilega í fjærhornið. Staðan orðin 1-1(mynd nr.3). Fljótlega eftir þetta fékk Andri gott skotfæri í teignum eftir gott spil en varnarmenn Víkings náðu að koma í veg fyrir að skotið næði á markið. Seinasti hálftíminn var barátta út í gegn og bæði lið sátt með jafntefli. Við vörðumst ágætlega en illa gekk að halda boltanum. Róbert var síðan mjög traustur í markinu. Hvorugt liðið þorði að taka áhættu og því fór sem fór. Stutt og góð umfjöllun um leikinn á fotbolti.net lýsir leiknum mjög vel.
Myndir frá ferðinni hafa verið settar inn í myndaalbúm
Deila