Fréttir

Strákar á landsliðsæfingum

Knattspyrna | 02.02.2016

Um síðustu helgi var KSÍ með úrtaksæfingar fyrir U-19 og U-16 ára.  Þar áttum við þrjá stráka, Viktor Júlíusson og Daði Freyr Arnarson voru valdir í U-19.

Daði Freyr Arnarson gekk nýlega til liðs við FH en við teljum hann sem okkar.

Þórður Gunnar Hafþórsson var svo valinn í U-16 ára.

Þórður er þarna að fara í annað sinn á úrtaksæfingar og stendur sig með mikilli prýði.  Þórður er fyrirmynd annara hvað varðar áhuga, eljusemi og dugnað.  Hann mætir vel á allar æfingar.

Þórður hefur t.a.m. mætt á allar tækniæfingar á laugardögum á þessum vetri og tekið þátt í þeim af fullum þunga og ekki látið það aftra sér þó hann æfi þar með yngri iðkendum, hann frekar hvetur þá yngri áfram. Góð fyrirmynd.

Deila