Nú á dögunum kusu leikmenn liðs Bí/Bolungarvíkur stuðningsmenn ársins 2012.
Margir komu til greina enda margir dyggir stuðningsmenn liðsins í brekkunni á síðastliðnu tímabili.
Þó var einn sem að mati liðsmanna BÍ/Bolungarvíkur sem að stóð upp úr og er stuðningsmaður ársins 2012 Hermann Ási Falsson.
Hermann Ási sem að er 24 ára er mikill aðdáandi liðsins, og fékk Hermann að launum áritaða treyju frá leikmönnum liðsins, en hann fékk hana afhenta í gær frá þeim Andra Rúnari og Dennis Nielsen og var þessi mynd tekin af þeim við það tilefni.
Annars er það að frétta af liðinu að á morgun 3. febrúar er leikur gegn Aftureldingu í Fótbolti.net mótinu, og hefst leikurinn kl. 17:15 í Kórnum, Kópavogi.