Fréttir

Stuðningsmannalagið tilbúið

Knattspyrna | 22.07.2011 Birgir Örn Sigurjónsson og Benedikt Sigurðsson hafa lokið við stuðningsmannalag BÍ/Bolungarvíkur og hægt er að nálgast lagið hér.

BÍ/Bolungarvík(texti):
Vestfirskir, við stöndum saman eins og her
kraftmiklir, við getum klifið hvað sem er
sækjum fram í eigin rann, og sigrum hvern þann mann
óttalausir berjumst við og gefum engan grið

við munum klífa hæstu tinda
og saman mótbáruna synda
og sigri land í okkar heimahöfn

við erum harðir eins og hafið
það verður ekki af okkur skafið
BÍ ætlar bikarinn að fá
sigrinum ad na

grimmir nú, saman skulum sigra ég og þú
vörn og sókn, með elju saman stöndum nú
upp á við á æðra svið hið mikla markaregn
tæklum þá þið megið sjá að enginn kemst í gegn

- Birgir Örn Sigurjónsson / Benedikt Sigurðsson -

Deila