Kvennalið Boltafélags Ísafjarðar og Bolungarvíkur tapaði leik sínum gegn Haukum í 1. deild kvenna, 0-3. Leikurinn fór fram á gerfigrasvellinum á Torfnesi í gær. Haukastúlkur voru sterkari í leiknum, skoruðu eitt mark í fyrri hálfleik, annað fyrir miðjan seinni hálfleik og loks þriðja markið úr víti. Okkar stúlkur stóðu sig þó vel í leiknum og liðið styrkist með hverjum leik. Þó að enn sé ekkert stig komið á töfluna eftir þrjá fyrstu leikina, mun það breytast í næstu leikjum. Næstu leikir eru heimaleikir gegn Tindastóli frá Sauðárkróki og Víkingi frá Ólafsvík, sunnudaginn 1. júní og laugardaginn 7. júní.
Leik BÍ/Bol og Grindavíkur í 1. deild karla, sem fram átti að fara í gær var frestað vegna mikils vatnsveðurs á Ísafirði, sem gerði Torfnesvöllinn óleikhæfan. Viðkvæmt grasið og bleyta á vellinum varð til þess að ákveðið var að fresta leiknum um óákveðinn tíma. Næsti leikur á að vera á miðvikudagskvöldið í Bikarkeppninni, þá leikur BÍB gegn Fjarðabyggð.