Fréttir

Tap fyrir KV

Knattspyrna | 29.05.2016
Meistaraflokkur karla
Meistaraflokkur karla

Vestri fékk KV í heimsókn á laugardaginn í 2. deild karla. KV byrjaði betur og skoraði Ólafur Frímann Magnússon fyrir gestina á 21 mínútu. Níu mínútum seinna jafnaði Hjalti Hermann Gíslason fyrir Vestra og varð það staðan í hálfleik.

Um miðjan seinni hálfleikinn skoraði KV tvisvar, fyrst með marki frá Viktori Erni Guðmundssyni á 69 mínútu og svo á 75 mínútu með marki frá Brynjari Gata Þorsteinssyni.

3-1 sigur gestanna úr Vesturbænum var því niðurstaðan.

Eftir leikinn er Vestri með sex stig í fimmta sæti deildarinnar.

Deila