Keflavík 2 - 1 BÍ/Bolungarvík
0-1 Óttar Kristinn Bjarnason
1-1 Guðmundur Steinarsson
2-1 Jóhann Birnir Guðmundsson
Við mættum Keflavík í æfingarleik í dag í Reykjaneshöll. Alexander var ekki með í dag ásamt því að Aco Pandurevic er haldin heim á leið eftir stutta dvöl. Birkir var kominn af sjónum og var með ásamt því að leikmaður að nafni Ivan hóf leik á miðjunni. Hann á lék eitt sumar með Grindavík, býr hér á landi og á einhver tengsl við Ísland sem ég hef ekki deili á. Zoran Stamenic var mættur til landsins í dag en sat hjá og horfði á leikinn. Colin var með eftir smávægileg meiðsli en hann lék ekki gegn Þrótti og ÍR.
Byrjunarliðið var þannig:
Þórður - Haffi, Atli, Ondo, Sigurgeir - Ivan, Gunnar Már, Colin, Sölvi, Óttar - Goran
Á varamannabekknum voru Nikulás, Matti, Andri, Jónmundur, Sigþór og Birkir
Við byrjuðum vel og skoruðum fyrsta markið eftir fimmtán mínútna leik. Óttar fékk boltann í teignum eftir góða skyndisókn og skaut að marki en boltinn hafði viðkomu í varnarmanni áður en hafnaði í markinu. Eftir það voru Keflvíkingar meira með boltann en sköpuðu þó engin verulega hættuleg færi. Við áttum einnig okkar sóknir en Keflavík náði að jafna rétt fyrir hlé þegar við missum boltann á slæmum stað í sókn og vörnin var hátt uppi á vellinum. Þeir skipta háum bolta yfir á vinstri kant, yfir Haffa, beint á Guðmund Steinarsson sem kláraði færið mjög vel. 1-1 í hálfleik.
Birkir, Sigþór, Jónmundur og Andri komu inn á í hálfleik fyrir Óttar, Ivan, Sigurgeir og Sölva. Keflvíkingar byrjuðu betur og komust fljótlega yfir eftir laglega sókn. Þessi sókn var þeirra eina hættulega færi í seinni hálfleik. Þegar um 20.mínútur voru eftir af leiknum þá sóttum við án afláts og áttum fullt af sénsum og góðum stöðum sem við hefðum átt að nýta betur. Keflavík hélt út og unnu 2-1 sigur.
Menn voru svekktir eftir leikinn því við hefðum auðveldlega getað jafnað leikinn. Keflavík er mjög gott og vel spilandi lið en við vorum betri bæði í byrjun og í lokin. Þórður varði vel þegar á þurfti, Atli og Ondo voru sterkir í vörninni. Colin seigur á miðjunni og Gunnar hljóp og klafsaði eins og ég veit ekki hvað. Auðvelt var að finna Goran fram á við, Ivan og Birkir léku vel sem haldandi miðjumenn. Óttar og Sölvi - Andri og Jónmundur léku síðan vel á köntunum ásamt því að kjúklingarnir Matti og Nikulás spiluðu vel síðustu mínúturnar.
Leikur við KA á föstudaginn á Gervigrasinu við Kórinn.