Fréttir

Tap í Mosfellsbæ

Knattspyrna | 15.08.2010 BÍ/Bolungarvík tapaði í dag fyrir Aftureldingu í Mosfellsbæ, 2-1. Okkar menn voru frekar kraftlausir í dag, menn voru langt frá sínum mönnum og andstæðingurinn var miklu ákveðnari en við. Við erum samt betra fótboltalið og vorum að reyna spila boltanum á meðan Afturelding lá tilbaka og beittu skyndisóknum. Þetta hefur virkað vel hjá Aftureldingu á móti okkur því við höfum tapað báðum okkar leikjum á móti þeim í sumar. Afturelding var 1-0 yfir í hálfleik og komst síðan í 2-0 í seinni hálfleik eftir skyndisókn. Milan Krivokapic minnkaði muninn fyrir okkur undir lokin og eftir það fengum við 2-3 sénsa sem hefðu getað orðið að marki. Niðurstaðan því tap í dag og þá eru einungis sex stig í Hött í þriðja sætinu en þeir koma í heimsókn næsta laugardag. Deila