Fréttir

Tap í lokaleik tímabilsins

Knattspyrna | 24.09.2016
Meistaraflokkur karla
Meistaraflokkur karla

Vestri tapaði fyrir Njarðvík, 2-3, í lokaleik sínum í 2. deildar karla á þessu ári á Torfnesvelli í dag. Fyrra mark Vestra var sjálfsmark frá Njarðvík á 9 mínútu en það seinna skoraði Sólon Breki Leifsson á 75 mínútu. Sigurmark Njarðvíkinga soraði Harrison Hanley á 87 mínútu og var það annað mark hans í leiknum.

Vestri endaði tímabilið í 6. sæti.

Vestri 2 - 3 Njarðvík
1-0 Brynjar Freyr Garðarsson ('9, sjálfsmark )
1-1 Stefán Birgir Jóhannesson ('40 )
1-2 Harrison Hanley ('67 )
2-2 Sólon Breki Leifsson ('75 )
2-3 Harrison Hanley ('87 )

Deila