Fréttir

Þórður Gunnar Hafþórsson framlengir samning sinn við Vestra

Knattspyrna | 21.10.2018

Þórður Gunnar Hafþórsson hefur framlengt samning sinn við Vestra til 2020.

Þórður, sem er ungur og gríðarlega efnilegur leikmaður, hefur verið að spila vel með liðinu og átti marga frábæra leiki undir lok síðasta tímabils, einnig hefur hann spilað með yngri landsliðum Íslands og er sannarlega um mikið efni að ræða.

Það er okkur gríðarleg ánægja að tilkynna að Þórður ætli að taka slaginn með okkur áfram og koma liðinu upp í Inkasso á næsta ári.

 

Áfram Vestri!

Deila