Fréttir

Þórður Gunnar fer á reynslu hjá Barnsley á England

Knattspyrna | 26.02.2018

Þórður Gunnar Hafþórsson, kantmaðurinn okkar knái, mun á sunnudaginn halda til Englands þar sem hann mun æfa með championship liðinu Barnsley.

Barnsley er lið sem flestir fótboltaáhugamenn ættu að þekkja eftir að liðið spilaði í Ensku úrvalsdeildinni fyrir nokkrum árum.

Er liðið sem stendur í næstefstu deild á Englandi og því mjög spennandi fyrir Þórð að fara út og æfa með liði í Championship deildinni.

Þórður, sem er 17 ára gamall, kemur til með að vera í viku á Englandi.

Óskum við Þórð góðs gengis og vonum auðvitað að hann njóti sín í botn.

Áfram Vestri !

Deila