Fréttir

Þráinn í landsliðsúrtak U-16

Knattspyrna | 22.10.2015

Þær góðu fréttir komu frá KSÍ að Þráinn Arnaldsson markvörður BÍ/Bolungarvík í 3.flokki karla var valinn til að taka þátt í úrtaksæfingum fyrir U-16 ára landslið Íslands.  Þetta er frábær árangur hjá Þránni sem hefur staðið sig gríðarlega vel hjá BÍ/Bolungarvík.  Þráinn er góð fyrirmynd annara og mjög duglegur að æfa.

Deila