Þrír leikmenn meistarflokks BÍ/Bolungarvík framlengdu samning sinn í síðustu viki. Um er ræða leikmennina Loic Ondo, Jose Figura og Phil Saunders og framlengdu allir um eitt ár. Þeir spiluðu allir stórt hlutverk þegar liðið hélt sæti sínu í 1.deild karla nú í sumar.
Loic Ondo er 24 ára varnarmaður sem var að ljúka sínu þriðja tímabili með BÍ/Bolungarvík. Hann lék árið 2011 fyrst með liðinu en var svo sumarið 2012 hjá Grindavík. Hann kom aftur og lék síðustu tvö tímabil með BÍ/Bolungarvík.
Jose Figura er 21 árs miðjumaður sem kom á miðju tímabili frá Tindastóli. Hann stóð sig með stakri prýði seinni hluta móts og var því áhugi að fá Jose aftur á næsta tímabili.
Phil Saunders er 23 ára markvörður. Hann kom á miðju sumri frá Bandaríkjunum og lét strax til sín taka.