BÍ/Bolungarvík hefur fengið tvo unga drengi að láni út tímabilið frá tveimur Pepsi deildar liðum. Um er að ræða Agnar Darra Sverrisson frá Víking Reykjavík og Óskar Elías Zoega Óskarsson frá ÍBV.
Agnar Darri er fæddur árið 1994 og er miðjumaður. Hann hefur leikið 11 með Víking á Íslandsmótinu til þessa. Óskar Elías er fæddur árið 1995 og er einnig miðjumaður. Hann hefur komið við sögu í 6 leikjum með ÍBV í sumar.
Auk þess hefur heimamaðurinn Sigþór Snorrason Schally fengið félagaskipti í BÍ/Bolungarvík. Sigþór er 29 ára varnar- og miðjumaður. Hann hefur leikið mest allan sinn feril með BÍ en einnig með Leikni og Keflavík. Í fyrra lék hann með liði Ægis frá Þorlákshöfn í 2. deild en núna í sumar hefur hann verið með Létti í 4. deildinni.
Stjórn liðsins býður þessa leikmenn velkomna vestur og vonandi að samstarfið út tímabilið verði farsælt fyrir báða aðila.