Fréttir

Tvítugur markvörður til BÍ/Bolungarvíkur

Knattspyrna | 17.02.2014

BÍ/Bolungarvík hefur fengið markvörðinn Magnús Þór Gunnarsson að láni frá Haukum. Fréttasíðan fotbolti.net greinir frá félagaskiptunum. Magnús sem er fæddur 1994, hefur verið varamarkvörður Hauka undanfarin ár auk þess að standa á milli stanganna í 2. flokki félagsins. Spænski markvörðurinn Alejandro Berenguer Munoz var í markinu hjá BÍ/Bolungarvík í fyrra en hann verður ekki áfram hjá félaginu.

 

Frétt af bb.is

Deila