Fréttir

Umfjöllun í Evrópu um knattspyrnudeild Vestra!

Knattspyrna | 26.10.2017
Umfjöllun The Football Pink um knattspyrnudeild Vestra.
Umfjöllun The Football Pink um knattspyrnudeild Vestra.
1 af 2

Við fengum símtal frá útlöndum í vor. Það er kannski ekki í frásögur færandi en þetta var blaðamaður frá Skotlandi, Marc Boal, sem hefur óbilandi áhuga á íslenskum fótbolta. Hann hafði heyrt góða hluti um félagið okkar og vildi heimsækja okkur. Við tökum öllum heimsóknum fagnandi og því gerði hann sér ferðalag alla leið vestur til þess að skrifa litla grein um knattspyrnudeild Vestra. Hann var svo hrifinn að litla greinin varð stór. Hér er hægt að sjá útdrátt úr henni:

https://footballpink.net/…/21/vestri-football-in-the-fjords/ 

en til þess að sjá alla greinina er hægt að kaupa blaðið hans í pdf-skjali á þessari slóð:

http://www.blurb.co.uk/b/8241774-icelandic-football-in-the-land-of-fire-2017 .

Takk Marc Boal!

 

Deila