Fréttir

Ungmennaþing KSÍ

Knattspyrna | 02.12.2022
1 af 3

Um síðustu helgi var haldið, í fyrsta sinn, ungmennaþing KSÍ. Þar komu saman um 60 ungmenni frá um 20 félögum. 

Aðal umræðuefni þingsins voru tvö, hegðun foreldra á fótboltamótum og mótamál. Miklar umræður sköpuðust og margt var rætt. 

Að sinni fór einn fulltrúi á þingi frá Vestra en það var hún Viktoría Rós Þórðardóttir. Viktoría hafði sjálf þetta að segja um þátttöku sína: 

"Ég fékk tækfæri að fara sem fulltrúi Vestra á fyrsta ungmenna þing KSÍ fyrir 13-18 ára . Þar var eitt umræðuefnið um dónalega foreldra á mótum og hvað er hægt að gera, við krakkar fórum í hópa og ræddum hvað væri hægt að gera við því og allir hópar settu nokkra punkta á menti.com sem fer svo beint til KSÍ og munu þau vinna áfram með okkar punkta. Við vorum svo með tvo önnur umræðuefni og var það mótamál (rætt var um lotumót,hraðmót og helgarmót meðal annars) og annað (þar sem við máttum koma með eigin punkta um KSÍ). Þingið byrjað með að allir fengu gjafa poka sem innihélt KSÍ brúsa og bol.

Guðni forseti Íslands setti formlega þingið og hélt stutta ræðu og svo hélt formaður KSÍ hún Vanda ræðu líka. Við fengum heimsókn frá landslið fólki meðal annars Söndru markmanni íslenska landsliðsins og Elísu leikmann í íslenska landsliðsins og stráka frá U21 landsliðinu. Við fengum að skoða byggingu KSÍ og skoða búningsklefa, skrifstofu Vöndu og þjálfara herbergi. Í enda þingsins var dregið úr happdrætti sem fólk skráði sig í með að auglýsa þingið á instagram."

 

Það er mikilvægt fyrir Vestra að eiga fulltrúa á þingi sem þessu og vonumst við til að geta sent fleiri fulltrúa að ári. Þingið heppnaðist vel og var mikil ánægja með það. Það er frábært fyrir iðkendur að geta fengið að kynnast starfsemi Knattspyrnusambands Íslands betur og ekki skemmir það fyrir að fá að skoða aðstöðuna og hitta landsliðsfólkið okkar. 

Deila