Í fyrstu tveimur leikjum liðsins á þessu ári, klukkutíma leikur gegn HK og svo leikur gegn Grindavík á fotbolti.net mótinu, hafa ungir leikmenn verið að fá tækifæri með meistaraflokki liðsins. Leikmannahópur liðsins er fámennur eins og svo oft áður á þessu tíma ársins og því hafa ungir drengir í öðru flokki fengið að manna hópinn í æfingarleikjunum.
Axel Sveinsson, Tómas Svavarsson, Halldór Páll Hermannsson, Ólafur Atli Einarsson og Daníel Ásgeirsson hafa allir fengið mínútur með liðinu. Þetta er afar ánægjulegt að svona margir frambærilegir leikmenn séu að koma í gegnum unglingastarfið. Það auðveldar allt starf í kringum liðið að hafa sem flesta heimamenn í liðinu.