Fréttir

Uppskeruhátíð yngri flokka BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 23.09.2011
Uppskeruhátíð yngri flokka BÍ/Bolungarvík fer fram laugardaginn 24.sept á gerfigrasinu Torfnesi. Við ætlum að byrja kl.10:00 á því að skipta í lið og spila fótbolta. Eftir það verður grillað og svo veittar viðurkenningar fyrir árangur sumarsins.
 
10:00   Uppskeruhátíð hefst með fótbolta
11:30   Grillaðir hamborgar fyrir alla iðkendur
12:00   Afhending verðlauna og viðurkenninga
13:00   Lok
Allir að mæta í bláu keppnistreyjunum og klæða sig eftir veðri.
 
Ef veður verður með versta móti á laugardaginn, þá færum við uppskeruhátíðina í íþróttahúsið Torfnesi 12:30-14:00. Viljum við benda foreldrum á að fylgjast með heimasíðu yngri flokka BÍ kl.09:00 á laugardagsmorgun. Þar koma inn nánari upplýsingar um uppskeruhátíðina, einungis ef veður er vont.
 
www.hsv.is/bi/
 
kv. Stjórnin
Deila