Fréttir

Uppskeruhátíð yngri flokka BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 02.10.2014 Uppskeruhátíð yngri flokka BÍ/Bolungarvík fer fram laugardaginn 4.október nk. Þá ætlum við að gera okkur glaðan dag á gerfigrasinu milli kl.11:00-13:00. Þar ætlum við að spila fótbolta, veita viðurkenningar, grilla pylsur og hafa gaman. Allir að mæta vel klæddir í bláu frá toppi til táar. Ef veðurguðirnir verða okkur ekki hagstæðir, munum við færa okkur í íþróttahúsið Torfnesi á sama tíma. Deila