Vestri gerði vel og vann Magna frá Grenivík, 4-2 á heimavelli. Sólon Breki Leifsson setti tvö mörk fyrir Vesta, en auk hans komust Matthew Nigro og Viktor Júlíusson á blað. Nú munar aðeins einu stigi á liðunum í 4. og 5. sæti deildarinnar, en liðin eiga ekki mikinn möguleika á því að komast upp um deild.
Vestri 4 - 2 Magni
1-0 Sólon Breki Leifsson ('4 )
1-1 Fannar Freyr Gíslason ('18 )
2-1 Matthew Nigro ('36 )
3-1 Viktor Júlíusson ('45 )
3-2 Kristinn Þór Rósbergsson ('51 )
4-2 Sólon Breki Leifsson ('93 )
Rautt spjald: Guiseppe P Funicello, Vestri ('80 )