Í gær, laugardaginn 13. júní, tóku okkar menn á móti Gróttu á Olísvellinum.
Fyrir tímabilið var Gróttu spáð 1. sætinu og Vestra 3. sætinu.
Bæði lið hafa spilað undir væntinum hingað til, en okkar menn sýndu svo sannarlega tennurnar og kjöldrógu Gróttu 6-0.
Fall, Josh og Zoran voru allir með tvö mörk og allt annað að sjá til liðsins í þessum leik en leikjunum þar á undan.
Næsti leikur liðsins er gegn Fjarðabyggð 23. júní og hefst klukkan 14:00 á Olísvellinum.
Núna er bara að mæta og styðja okkar menn til sigurs!
Áfram Vestri!