Fréttir

Vestri hafði betur í framlengingu

Knattspyrna | 25.05.2016
Meistaraflokkur karla
Meistaraflokkur karla

Vestri tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla með 2-1 sigri gegn Reyni Sandgerði í framlengdum leik í gær.

Reynir komst yfir í fyrri hálfleik en Daniel Osafo-Badu jafnaði hins vegar metin strax í upphafi seinni hálfleiks og var staðan 1-1 að loknum venjulegum leiktíma. Í framlengingunni skoraði Sergine Modou Fall tryggði á 92. mínútu og tryggði Vestra sigurinn.

Hafþór Atli Agnarsson fékk rautt spjald skömmu eftir markið og spilaði Vestri því manni færri síðasta korterið.

Deila