Fréttir

Vladimir Tufegdzic gengur til liðs við Vestra

Knattspyrna | 22.10.2019

Hinn 28 ára gamli Serbneski framherji Vladimir Tufegdzic er genginn til liðs við Vestra

Hann lék síðasta tímabil með Grindavík í Pepsi max deildinni en gengur til liðs við Vestra fyrir komandi átök í Inkasso deildinni næsta sumar.

Vladimir hefur einnig leikið með KA og Víking Reykjavík í úrvaldsdeild á Íslandi og kemur til með að styrkja sóknarlínu Vestra. 

Vladimir sem er framherji getur einnig leikið á kantinum og kemur því til með að gefa sóknarlínu Vestra meiri breidd.

Við bjóðum Vladimir velkominn til Vestra.

Deila