Fréttir

Yfirlýsing frá Vestra og Andy Pew

Knattspyrna | 24.10.2018

Það er með miklum trega sem við tilkynnum það að Andrew James Pew muni ekki spila með Vestra á næsta tímabili.
Andy kom til okkar frá Selfossi eftir síðasta tímabil (2017) sem leikmaður og til aðstoðar Bjarna þjálfara.
Allt okkar samstarf hefur verið eins og best á verið kosið og Andy verið atvinnumaður fram í fingurgóma.

Eins og allir vita að þá náðu Andy og Elmar vel saman síðasta sumar og með þá í hjarta varnarinnar náðum við að halda hreinu í 13 leikjum í deildinni og vorum þeir félagar báðar í liði ársins hjá fotbolti.net, við erum því að missa gríðarlega öflugan leikmann, sem og leiðtoga, en Andy hefur verið öflugur í klefanum og rifið menn áfram þegar á þurfti.

Eins og áður segir að þá erum við í Vestra gríðarlega ánægðir með þetta ár sem Andy var hjá okkur, en eins og segir í yfirlýsingu frá Andy, sem hérna fylgir á ensku, hefur flutningur vestur og fjarlægðin frá syni sínum, sem er 6 ára, verið erfiðari en Andy hélt og stefnir hann því aftur suður til að vera nær honum.

Vestri hefur alltaf litið á sig sem fjölskylduklúbb og við munum aldrei standa í vegi fyrir því að okkar leikmenn séu ánægðir, hvort sem það er í leik eða starfi. Því höfum við samþykkt beiðni Andy um að fá að flytjast suður og finna sér félag nær syni sínum, þó vissulega sé það gert með trega yfir því að missa góðan vin og leikmann. Hinsvegar er margt í þessu lífi mikilvægara en fótbolti og því vill Vestri óska Andy góðs gengis í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur.

Áfram Vestri!

 

Yfirlýsing frá Andy:

After a great year with Vestri football club, and after a long hard decision, I unfortunately have to part ways because of family reasons! I can’t thank the club enough in how they have treated me, amazing club on and off the field! Would like to thank Bjarni for giving the chance of being player/assistant manager, Sammi and all the board members for there endless work in and around the club, without them the club would not exist! Last want to thank all my team mates, absolute honour and a great bunch of lads which have a good future ahead of them. This is not me saying goodbye to football, I still feel I have a lot to give, and we will see where the the next chapter takes me. Thanks for having me Vestri, and I wish you all the best in the future.

- Andrew James Pew

Deila