Fréttir

Yfirlýsing knattspyrnudeildar Vestra vegna atviks í leik Fylkis og Vestra

Knattspyrna | 19.06.2024

Yfirlýsing frá stjórn knattspyrnudeildar Vestra vegna atviks í leik Fylkis og Vestra þriðjudaginn 18.júní s.l.

Knattspyrnudeild Vestra harmar að leikmaður liðsins hafi orðið fyrir kynþáttafordómum í leik liðsins á móti Fylki, þegar leikmaður Fylkis lætur rasísk orð í garð leikmanns Vestra falla. Erindið hefur verið sent á borð Knattspyrnusambands Íslands. Knattspyrnudeild Vestra stendur þétt við bakið á leikmanni liðsins og styður hann eins vel og mögulegt er. 

Hjá Vestra er ekkert svigrúm fyrir kynþáttafordómum af neinu tagi. Slík ummæli eiga hvorki heima innan knattspyrnuhreyfingarinnar né annar staðar.

Hjá knattspyrnudeild Vestra starfa og iðka einstaklingar á öllum aldri, af öllum kynjum og af hinum ýmsu þjóðernum. Hjá félaginu eru öll velkomin. 

Félagið biður fjölmiðla að gefa aðilum málsins svigrúm því eins og gefur að skilja geta atvik sem þessi haft djúpstæð áhrif á þá er málið varðar. 

Félagið mun ekki tjá sig frekar um málavexti.

Knattspyrnudeild Vestra

 

Vestri football´s announcement concerning an incident during the Fylkir-Vestri game June 18th.

Vestri football is deeply concerned that a club player was the victim of a racist act during a game against Fylkir, where an opponent acted in a highly unappropriate and racist manner. Vestri has, accordingly, briefed the Icelandic Football Association (KSÍ). Vestri football has furthermore taken action to support the player in question in any means possible.

At Vestri football there is no room for racism. Nor should there be room in other places in football or, for that matter, anywhere else in our community. At the club there are individuals of all agegroups, all sexes and of many nationalities. Everyone is welcome at the club, as should be.

Vestri football asks the media to give the parties in question the necessary space to deal with the effects of this incident, as they can have a deep impact on an individual.

The club will not express itself any further on the matter.

Vestri football.

Deila