Fréttir

Yfirlýsing vegna niðurstöðu KSÍ á atvikum í leik Fylkis og Vestra 18.júní sl.

Knattspyrna | 24.06.2024

Knattspyrnusamband Íslands hefur komist að niðurstöðu vegna atviks í leik Fylkis og Vestra þann 18.júní s.l. Í svörum sambandsins segir “Það er niðurstaða skrifstofu að ókleift sé annað en að láta staðar numið og aðhafast ekki frekar.”

Knattspyrnudeild Vestra stendur við fyrri yfirlýsingu og telur ekki bara mikilvægt heldur nauðsynlegt að bregðast við atvikum sem þessum. Vestri unir niðurstöðunni og ber fullt traust til sambandsins við úrlausn slíkra mála.

Knattspyrnudeild Vestra hvetur til þess að umræðu um mál sem þessi sé haldið á lofti og mætt af virðingu með opið samtal og fræðslu að leiðarljósi.

Félagið mun ekki tjá sig frekar um málavexti.

Með vinsemd og virðingu,

Knattspyrnudeild Vestra

Deila