Zoran Plazonić , hinn gríðarlega öflugi miðjumaður, hefur skrifað undir framlengingu á samning sínum og er því samningsbundinn Vestra til 2020, sýnir þetta okkur að Zoran hefur trú á liðinu og því sem við erum að gera og ætlar klárlega að spila með okkur í Inkasso!
Zoran kom til okkar fyrir síðasta tímabil og spilaði feiki vel á miðjunni hjá okkur í sumar og var aldrei spurning um annað en að reyna halda honum áfram, sem blessunarlega gekk eftir.
Er það mat okkar að Zoran sé með öflugri leikmönnum deildarinnar á miðjunni og því mikið happaskref fyrir okkur að halda honum áfram.
Áfram Vestri!