Sund | 10.09.2012
Sæl öll
Nú er komið að því að hefja æfingar.
Á morgun þriðjudag opnar laugin á ný eftir sumarfrí starfsmanna og þá munum við jafnframt hefja starfið okkar.
Svala Sif Sigurgeirsdóttir, Herdís Magnúsdóttir og Margrét Eyjólfsdóttir munu sjá um þjálfun hjá félaginu.
Svala mun sjá um Gull-hóp, Herdís mun sjá um Brons/Silfur og munu þær aðstoða hvor aðra eftir þörfum.
Margrét mun sjá um sundskóla og HSV-íþróttaskóla.
Ný stundatafla hefur litið dagsins ljós og er hana að finna hér til vinstri undir liðnum starfið og stundaskrá.
Þessi stundatafla er ekki endanleg tafla vegna þess að enn er verið að vinna í því að fá fleiri tíma í lauginni og þannig gefa Vestra aukið rúm til að bæta starfið.
Ísafjarðabær hefur auglýst opnun í lauginni frá kl 18:00 sem þýðir að Vestri mun tapa umtalsvert af þeim æfingatímum sem félagið hefur haft í sundlauginni.
Verið er að reyna að finna ásættanlegan flöt á málinu og biðjum við foreldra um að fylgjast vel með því að stundataflan gæti breyst.
Stjórn Vestra vill biðjast afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og vonum við að þetta skýrist sem allra fyrst.
Okkur hlakkar til að hefja nýtt sundár og vonumst við til að sjá ykkur öll og eru allir velkomnir á æfingar nýjir sem gamlir Vestra-púkar :o)
KV
Stjórn Vestra
Deila