Fréttir - Sund

Jólaæfingar

Sund | 21.12.2015

Nú eru hafnar jólaæfingar. Gullhópur á að mæta á allar æfingar eða þá sjálf utan æfingatíma og verður þá æfingin á töflunni.

Nánar

Jólagleði Sundfélagsins Vestra 2015

Sund | 14.12.2015

Jólagleði Sundfélagsins Vestra verður haldin í sundlauginn á Flateyri laugardaginn 19. desember milli klukkan 11:00 og 13:00.

Nánar

Sundskóli Vestra - skráningar að hefjast.

Sund | 01.12.2015

Nú eru að fara í gagn skráningar í sundskólana sem byrja í janúar 2016. Námskeiðin að þessu sinni munu vera í 6 vikur, tvö skipti í viku á sömu tímum og síðast (annar hópurinn kl.15:00 á þriðjudögum og 15:10 á fimtudögum og hinn hópurinn kl.15:40 á þriðjudögum og 15:50 á fimtudögum) í 40 mínútur hver tími.

Nánar

Viðbótar-aðalfundur Sundfélagsins Vestra.

Sund | 06.11.2015

Viðbótar-aðalfundur Sundfélagsins Vestra verður þriðjudaginn 17. nóvember í húsnæði HSV við Suðurgötu 12 Ísafirði klukkan 20:00.

Nánar

Æfingaferð Vorið 2016

Sund | 12.10.2015

Nú þarf að fara í gang undirbúningur fyrir æfingaferð næsta vor.

Nánar

Ferðaáætlun fyrir TYR-mótið

Sund | 30.09.2015 Sæl öll.

HÉR má finna ferðaáætlun Vestra fyrir TYR mótið.

Kv. Páll Janus Þórðarson Nánar

Skemmtikvöld í vetur.

Sund | 28.09.2015 Sæl öll.

Nú eru komin á dagskrá nokkur skemmtikvöld í vetur. Öll eru þau haldin á fimmtudögum og verða í höndum foreldra.
Hér eru dagsetningar kvöldanna:

#1. 22. október
#2. 26. nóvember
#3. 21. janúar
#4. 25. febrúar
#5. 14. apríl
#6. (lokahóf) 9. júní

Foreldrar verða skráðir á skemmtikvöld sem þeir eiga að sjá um, ef forledrar vilja óska eftir því að vera á einu kvöldi frekar en öðru þarf að tilkynna það fyrir föstudaginn 2. október. Það verður "fyrstir koma fyrstir fá" ef fleiri en þurfa þykir sækja um sama kvöldið. Þær stöður sem verða ekki fylltar með umsóknum verður svo skipað í af handahófi. Ef það kvöld sem ykkur verður úthlutað henntar ekki er möguleiki á að ræða við aðra foreldra til að fá skipt.

Eins og kom framm á foreldrafundinum í síðustu viku er ekki verið að skipuleggja stórkostlegar veistlur eða hátíðir, bara eitthvað smá uppbrot á tímabilinu til að létta lundina hjá krökkunum og þétta hópinn, allskonar leikir eða ávaxtakvöld og vídjó eru góðar kvöldstundir.

Umsóknir um kvöld til að halda má senda í tölvupósti á palljanus87@gmail.com eða með skilaboðum á Facebook síðuna Páll Janus Þjálfari.

Kær kveðja,
Páll Janus Þórðarson Nánar

TYR-mót Ægis

Sund | 25.09.2015 Sæl öll.
 
Á næstu helgi munum við fara á TYR mót Ægis.
Áætlunin er að leggja af stað frá Ísafirði um kl.15:00 föstudaginn 2. október og komið verður til baka um kl.20:00 á sunnudeginum.
Þar sem þetta er stutt mót munum við hafa þetta hálfgerðar æfingarbúðir að auki. Farið verður á æfingu á föstudeginum í Borgarnesi á leiðinni til Reykjavíkur. Það verður stutt æfing í 25m laug og er til þess gerð að krakkarnir nái að teygja aðeins úr sér eftir bílferðina og venjast lengri laug. Á laugardeginum munum við keppa á TYR-mótinu í Laugardalslaug og gera svo eitthvað skemmtilegt saman um kvöldið.
Sunnudagurinn hefst á að fara í Ásvallarlaug í Hafnarfirði en þar er mjög stór og flott laug sem mun meðal annars hýsa Íslandsmeistaramótið í 25m laug í ár. Eftir sunnudagsæfinguna höfum við svigrúm til að gera eitthvað skemmtilegt í reykjavík áður en heim verður haldið. Áætluð heimkoma er eins og fyrr sagði kl.20:00 á sunnudeginum.
 
Skráningum þarf að skila fyrir hádegi mánudaginn 28. september annað hvort með skilaboðum á Facebook síðuna Páll Janus Þjálfari eða tölvupósti á palljanus87@gmail.com
 
Hér er viðhengi þar sem má finna greinarnar sem eru í boði. Athugið að við munum ekki keppa á föstudeginum og það eru aldurstakmarkanir á mótshlutunum á laugardeginum:
Ekki skrá sjálf ykkar börn heldur senda greinarnar á mig og þeir sem óska eftir að fá að vera fararstjórar skulu láta það fljóta með.
Endilega verið dugleg við að bjóða ykkur framm við fararstjórn, það á ekki að lenda oft á sömu aðilunum að fara með ef allir eru duglegir að bjóða sig framm.
Nánar

Foreldrafundur mánudaginn 21.sept 20:00 - 21:00

Sund | 17.09.2015 Nú er komið að fyrsta foreldrafundi tímabilsins, betra seint en aldrei.
Hann verður haldinn í Sundhöll Ísafjarðar mánudaginn 21. september klukkan 20:00, áætluð fundaslit eru um klukkan 21:00. Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  • Vetrarstarfið, kynning á atburðadagatali og tímaáætlun
  • Fyrirspurnum svarað varðandi atburðadagatal
  • Kynning á foreldraráði
  • Fyrirspurnum svarað varðandi foreldraráð
  • Kynning á Hollvinafélagi
  • Fyrirspurnum svarað varðandi Hollvinafélag
  • Fyrirspurnum svarað varðandi starfsemi félagsins í vetur
  • Önnur mál

Ég vill óska eftir því að allir foreldrar iðkennda hjá Sundfélaginu Vestra, sama hvort um er að ræða í Sundskóla, HSV-skóla eða á æfingum hjá Gull- og Silfurhóp eigi fulltrúa á fundinum. 

Fyrirspurnum og óskum eftir viðbótar dagskrárliðum eða umræðu er beint til yfirþjálfara á netfangið palljanus87@gmail.com

Meðfylgjandi er svo atburðadagatal Sundfélagsins Vestra sundárið 2015-2016.
 

Kveðja, Páll Janus Þórðarson

Nánar

Sundskóli Vestra - fyrsta námskeið.

Sund | 14.09.2015 Sæl öll.

Nú er komið á hreint hvernig Sundskólinn mun vera í vetur. Ekki komast allir að á fyrstu námskeiðin en öllum verður þó komið að sem allra fyrst. 
Fyirikomulagið mun verða eftirfarandi:
Fyrstu tvö námskeiðin (Sundskóli 1 & Sundskóli 2) verða haldin fyrir þau börn sem fædd eru 2010 og hafa ekki farið á námskeið áður. Þessi námskeið hefjast 22. sept og verður síðasti tíminn 22. okt.
Eftir þessi tvö námskeið munum við bjóða uppá annað byrjendanámskeið handa börnum fæddum 2011. Samhliða því námskeiði mun fara af stað hjá okkur framhaldsnámskeið fyrir þau börn sem eru fædd árið 2010 og hafa verið á námskeiðum áður, semsagt þau börn sem ekki komust að á námskeiðunum sem hefjast núna 22. sept. Þessi námskeið, bæði framhaldsnámskeiðið og svo byrjendanámskeiðið fyrir 2011 börnin, hefjast þriðjudaginn 27. október og standa yfir í 4 vikur, síðasti tíminn verður þá 24. nóvember. 
Ekki hafa öllum borist póstar varðandi hvaða námskeiðum þeirra barn verður á en þeirri vinnu verður lokið fyrir þriðjudaginn 15. sept. Ef ykkur hefur ekki borist tölvupóstur þá vinsamlegast sendu okkur fyrirspurn á sundskólivestra@gmail.com


Með þessu móti getum við boðið öllum þeim sem skráðu sig á námskeið að komast að fyrir áramót. Eftir áramót munum við bjóða upp á fleirir byrjenda- og framhaldsnámskeið með svipuðu móti.

Með kærri kveðju fyrir hönd Sundfélagsins Vestra,
Páll Janus Þórðarson

P.s. Ég minni á að öllum fyrirspurnum varðandi sundskólan er beint á netfangið sundskolivestra@gmail.com. Nánar