Sund | 20.12.2008
Mánudagurinn 22. des 08:00-09:30
Mánudagskvöld 22. des 20:00-22:00 (Litlujól, koma með 300kr)
Þriðjudagurinn 23. des 08:00-09:30
Laugardagurinn 27 des. 17:00-18:30
Mánudagurinn 29. des 08:00-09:30
Þriðjudagurinn 30. des 08:00-09:30
Föstudagurinn 2. jan 08:00-09:30
Laugardagurinn 3. jan 08:30-10:00
Mánudagurinn 5. jan Venjulegir tímar
Nánar
Sund | 20.12.2008
Úrslit komin inn
Nánar
Sund | 17.12.2008
Trésmiðjan Hnífdal hefur heitið á okkur og ætlar að borga 1000kr fyrir hvert met sem við bætum á föstudaginn og því til mikils að vinna. Mótið hefst eins og áður segir kl 17:00 en upphitun kl 16:00. Nú er um að gera að spýta í lófana.
Nánar
Sund | 17.12.2008
Ég ætla að halda fund með öllum sundmönnum í Gullhóp ásamt foreldrum/forráðamönnum n.k laugardag kl 10:15, eða strax eftir sundæfingu, að Skólagötu 10.
Ég ætla að kynna fyrir ykkur æfinga og keppnisplan næsta árs. Ég hef tekið ákvörðun um að auka æfingaálagið töluvert og því mikilsvert að allir séu meðvitaðir um hvert ég vil stefna, bæði foreldrar og sundmenn.
Ég mun svo eiga einkafund með hverjum og einum sundmanni á mánudeginum frá kl 16:00-20:00 .Á fundinum á laugardaginn mun liggja fyrir listi þar sem krakkarnir geta skrifað sig á vissa tíma. Hver fundur verður 15 mín. þar sem ég mun ræða við hvern sundmann um væntingar hans og á hvaða forsendum hann hyggst æfa á, svo það sé á hreinu.
Það hafa allir rétt á að æfa sund. Ég mun svo aðstoða sundmanninn við að setja sér markmið til framtíðar, á hans eða hennar forsendum.
Kv, Benni
Nánar
Sund | 17.12.2008
Nýjust upplýsingar í búningamálum er að þeir komi fyrir jól.
Nánar
Sund | 17.12.2008
Dósasöfnun var í gærkveldi og gekk hún vel, það hefði mátt væri betri mæting og einnig væri gott ef foreldrar gætu séð sér fært um að mæta með krökkunum í dósasafnanir, því bæði þarf að keyra með krökkunum og telja. En við höfðum í kringum 150.000 upp úr söfnuninni og er það mjög gott, og þakka ég bæjarbúum fyrir að taka svona vel á móti okkur.
Nú er í gangi kertasala og gott væri ef peningum og afgangskertum væri skilað til annaðhvort Möggu eða Önnu Kötu fyrir Sunnudag, eða bara sem allra fyrst.
Nánar
Sund | 15.12.2008
Metamót verður hjá gullhóp á föstudaginn og hefst upphitun kl 16:00-16:45 og mót frá kl 17:00-18:30. Ætlunin er að reyna að setja sem flest Ísafjarðar og Vestfjarðarmet sem og reyna að bæta persónulega tíma.
Hvet ég því alla Vestrapúka úr yngri hópunum að koma og horfa á og eins eru foreldrar krakka í gullhóp sérstaklega hvattir til þess að mæta til að mynda réttu stemminguna.
Nánar
Sund | 15.12.2008
Á fimmtudaginn verður síðasta æfing hjá Bláum-silfri og C-hóp fyrir jól og hefst hún kl 16:00 hjá þessum þremur hópum. Við munum deyfa ljósin, hlusta á jólatónlist og hafa gaman. Það má koma með nokkrar smákökur í poka til að maula á og kakó þeir sem það vilja.
Nánar
Sund | 14.12.2008
Þeir iðkendur sem ekki hafa náð í dósakassa til að selja endilega hafið samband við Möggu í síma 863-4721
Nánar
Sund | 14.12.2008
Sigrún Brá Sverrisdóttir bætti eigið Íslandsmet nú rétt áðan í 200 metra skriðsundi þegar hún fór sundið á 1:59,45, en gamla metið var 2:01,55. Þessi árangur skilaði henni í 23 sæti af 41. Þetta er mikill persónulegur sigur fyrir Sigrúnu að komast í gegnum þennan tveggja mínútna múr. Sigrún er því fyrsta og eina Íslenska sundkona sem hefur synt 200m á skemmri tíma er 2 mín.
Hálftíma áður bætti hún sinn persónulega tíma í 50 metra skriðsundi og synti á 26.33 og lenti í 51 sæti af 55. Íslandsmet Ragnheiðar Ragnarsdóttur í greininni er 25,30 sekúndur.
Til hamingju með þetta Sigrún Brá. Hrafnhildur stóð sig einnig vel og setti t.a.m stúlknamet í 100m bringusundi.
Sjá nánar á www.sundsamband.is
Nánar