Ákveðið hefur verið að hætta við f.h æfingaferð til Hólmavíkur. Næst á dagskrá hjá okkur er æfingaferð blárra til Þingeyrar þann 13 mars n.k og er áætlað að gista yfir nótt og hafa gaman.
Ím-50m verður svo um miðjan mars og hafa 6 sundmenn náð lágmörkum á það mót og gæti allt eins verið að það muni bætast við þann hóp.
Bikarkeppni SSÍ verður svo dagana 25-27 apríl (25m laug) og mun allur gullhópur fara á það mót.
F.h er svo minningarmót um Fylki Ágústsson um eða eftir páska hér á Ísafirði en Fylkir var alla tíð ein aðaldriffjöðurin í Ísfirsku sundlífi og væri Sundfélagið ekki það sem það er í dag nema fyrir hans stuðning og einstöku elju.
Ekki er enn komin dagsettning á Húnamótið sem hefur verið í endaðan apríl/byrjun mai.
Írb mót verður svo helgina 15-17 mai í Keflavík og stefnum við að því að fara með virkilega myndarlegan hóp á það mót og mun Margrét í það minnsta fara með silfurhóp með í þá ferð.
Svo er það Amí 27-30 júní.
Nánar
Æfingar falla niður í dag hjá D-C og silfri vegna reynslu af maskadeginum. Það hafa verið vandræði að fá krakkana málaða í sundlaugina og erfitt að þrífa litaklessur af veggjum. Svo njótið bara maskadagsins (þið eruð heppnir Ísfirðingar, hérna í Bolungarvík er maskað 3-4 daga)
kv, Benni
NánarBara að minna fólk á að fara undir starfið og þar neðst á síðunni er tilkynningar um tapað fundið, einnig bið ég fólk að kíkja vel hjá börnunum hvort þau séu nokkuð með tvo Kr-boli það eru 2 sem ekki hafa komið heim með sína boli, sjá tilkynningar undir tapað fundið
NánarFundur verður á morgun Þriðjudag kl 20 að Skólagötu 10.
NánarKr mót
Við gistum í Laugarlækjaskóla sem er 100 m frá lauginni.
Þátttakendur þurfa að hafa með sér dýnu eða vindsæng til að sofa á og svefnpoka eða sæng og kodda. Allur matur verður borinn fram í Laugalækjaskóla. Sólarhringsvakt verður í skólanum. Allur farangur keppenda verður á þeirra ábygð á meðan á mótinu stendur.
Munum að hafa með Vestrafatnað, sjá frétt hér að framan um boli, og svo bara aukafatnað, sundföt, handklæði snyrtidót og bakkaföt.
Mæting á flugvöll kl. 14:00 föstudag og síðan koma 13 ára og eldri heim með seinni vél á sunnudag, og 12 ára og yngri heim á mánudagsmorgun.
Farstjórar verða Víðir, Þuríður og Magga H.