Sund | 20.01.2009
Þeir sem eiga eftir að greiða inn vegna búningskaup vinasamlegast leggið inn á reikn 1128-15-200323 kt: 430392-2399 en ekki inn á þann reikning sem kom fram í póstinum til ykkar. Þeir sem eiga eftir að sækja búinga verða að hafa samband við Sveinu í síma 869-5874 eða Möggu í sima 863-4721. Þeir sem ekki eru búin að fá póst um hvað þeir skulda fá hann sendan í kvöld.
Nánar
Sund | 14.01.2009
Búið er að setja inn næstu fjáraflanir undir starfið, endilega kíkið og setjið inn í minnið hjá ykkur.
Nánar
Sund | 13.01.2009
Búningarnir eru nú loksins að skila sér í hús, og verða vonandi tilbúnir til afhendingar í kringum helgina. Við setjum frétt um það hér inn um leið og svo verður.
kv.
Magga H
Nánar
Sund | 07.01.2009
Undir liðnum starfið hef ég nú sett inn reikningsnúmer sundfélagsins og kennitölu ef fólk þarf að leggja inn.
Ég vill líka minna fólk á dósakassana enn er til nokkrir kassar, svo endilega ef þið eruð ekki búin að taka til að selja hafið sambandi við Möggu í síma 863-4721.
Ég vill líka minna á það að nú fer að styttast í aðalfund félagsins, sem verður trúlega í mars og það vantar enn tvo aðila til að taka sæti í stjórn.
kv.
Magga H
Nánar
Sund | 07.01.2009
HSV og áhugasamir tipparar ætla nú að fara aftur af stað með tippleik HSV. Er vonast til þess að hægt sé að byrja laugardaginn 17. Janúar. Allir áhugasamir tipparar eru beðnir að taka þátt og styrkja þá í leiðinni íþróttastarfið í Ísafjarðarbæ. Nú þegar eru komnir í tippnefnd Júlíus Ólafsson og Guðmundur Gíslason og munum við leita eftir að fleiri geti komið að þessu. Næstkomandi laugardag 10.janúar ætlar nefndin og aðilar frá HSV að hittast í frístundamiðstöðinni að skólagötu 10. Þar er ætlunin að allir áhugasamir komi og spjalli um tippleikinn, hvernig fyrirkomulagið á honum á að vera o.fl. Fundurinn hefst kl 11:00.
Vonandi komist þið sem flest
með kveðju
fh.Tippleiks HSV
Kristján Þór Kristjánsson
Framkvæmdarstjóri
Nánar
Sund | 05.01.2009
Stundaskráin er komin inn undir úrslit.
Nánar
Sund | 04.01.2009
Ákveðið hefur verið að fara á Gullmót Kr og B-mót SH sem bæði eru dagana 13-15 febrúar í stað Ægir International. Tel ég þetta mun vænlegra mót fyrir alla því þá mun hluti af hópnum keppa í Hafnarfirði og einhverjir í Laugardalslaug og fá viðeigandi keppni við hæfi hvers og eins. Gullmótið er í 50m laug en taldi ég það vera í 25m laug en þessi tímasettning hentar vel fyrir þá sundmenn sem eru að reyna sig við lágmörk á Ím-50m. Bikarkeppni SSÍ er að mínu mati okkar aðalmót fram á vor en það verður haldið dagana 25-27 apríl í 25m laug.
Nánar
Sund | 01.01.2009
Alls voru 108 heimsmet sett í sundíþróttinni á árinu 2008 og telja sérfræðingar að nýir sundbúningar sem komu á markaðinn í byrjun ársins hafi gjörbreytt sundíþróttinni. Afrek Bandaríkjamannsins Michaels Phelps á Ólympíuleikunum í Peking stendur upp úr sem eitt mesta íþróttaafrek sögunnar. Phelps vann til 8 gullverðlauna og hann hefur unnið 14 gullverðlaun á ÓL, fleiri en nokkur annar íþróttamaður. Phelps nýtti sér nýjustu tæknina í sundbúningum á ÓL, líkt og aðrir afreksmenn í íþróttinni.
Margir hafa gagnrýnt þessa þróun og setja spurningarmerki við þann árangur sem náðist í sundinu á árinu sem er að líða. Krafist er skýrari reglna.
Gleðilegt nýtt ár allir Vestrapúkar, nú er nýtt ár og nýtt og betra upphaf.
Nánar
Sund | 23.12.2008
Stjórn Sundfélagsins óskar öllum iðkendum, foreldrum þeirra, þjálfurum og velunnurum félagsins Gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, um leið og við þökkum fyrir stuðning á árinu sem er að líða.
Nánar
Sund | 23.12.2008
Ég óska öllum sundmönnum, foreldrum , þjálfurum og öðrum sem að starfi félagsins koma gleðilegrar jólahátíðar og þakka fyrir samveruna á liðnu sundári. Sjáumst hress á nýju og betra ári.
Benni þjálfari
Nánar